Yrsa Sigurðardóttir hefur velt Arnaldi Indriðasyni úr fyrsta sætinu á metsölulista Eymundsson. Bók hennar Lygi, er nú í fyrsta sæti.

Í öðru sæti kemur bók Arnaldar, Skuggasund og í þriðja sæti er Ólæsinginn sem kunni að reikna eftir Jonas Jonasson í þýðingu Páls Valssonar. Vísindabók Villa eftir Vilhelm Anton Jónsson er í fjórða sæti og Fiskarnir hafa enga fætur eftir Jón Kalman Stefánsson er í því fimmta.

Ný á lista er Veiðihundarnir sem hlaut Glerlykilinn 2013 sem besta norræna glæpasagan. Aðrar nýjar bækur á lista er bók um feril Karólínu Lárusdóttur og Strákar eftir Kristínu Tómasdóttur og Bjarna Fritzson.