Sparifjáreigendur sem áttu fé inni hjá Kaupþingi Edge í Þýskalandi hafa að undanförnu þrýst á þingmenn þar í landi til þess að stjórnvöld taki málefni þeirra upp við íslensk yfirvöld.

Í frétt WirtschaftsWoche er fullyrt að þýska ríkisstjórnin sé nú farin að vinna í málinu á bak við tjöldin en ætli sér bersýnilega ekki að fara fram með neinu offorsi.

„Þýska ríkisstjórnin hefur beitt sér á pólitískum vettvangi fyrir því að þýskir sparifjáreigendur hins íslenska Kaupþings banka fái bætur úr ábyrgðarsjóðinum íslenska í samræmi við lög,“ hefur blaðið eftir talsmanni þýska fjármálaráðuneytisins.

_______________________________________

Nánar er fjallað um  málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .