Hagvöxtur í Þýskalandi á þriðja ársfjórðungi var neikvæður um 0,5% og má þar með segja samdráttarskeið sé formlega hafi í þýsku hagkerfi.

Þýskur hagvöxtur var neikvæður um 0,4% á öðrum ársfjórðungi en þegar hagvöxtur er neikvæður tvo ársfjórðunga í röð er miðast við að hagkerfið sé í samdrætti.

Gert var ráð fyrir neikvæðum hagvexti upp á 0,2% á þriðja ársfjórðungi og er samdrátturinn því meiri en greiningaraðilar gerðu ráð fyrir.

Samkvæmt tölum frá þýskum yfirvöldum munar mestu um aukinn viðskiptahalla í landinu. Gengi evrunnar hefur verið hátt undanfarið sem gerir þýskum útflutningsfyrirtækjum erfitt um vik auk þess sem innflutningur hefur aukist.

Útflutningur dróst saman um 8% á milli ágúst- og septembermánaðar sem er mesti samdráttur milli mánaða í rúman áratug að sögn BBC.

Að sögn Klaus Schruefer, greiningaraðila hjá SEB má gera ráð fyrir frekari samdrætti á fjórða ársfjórðungi þessa árs. Þá segir Sebastian Wanke, greiningaraðili hjá Dekabank að ástandið eigi bara eftir að versna í landinu.