Þýska samheitalyfjafyrirtækið Stada Arzneimittel hefur ekki áhuga á því að kaupa Króatíska lyfjafyrirtækið Pliva, samkvæmt heimildum Dow Jones og Reuters.

Orðrómur hefur verið á kreiki þess efnis að Stada hefði áhuga á því kaupa félagið en þýska dagblaðið Platows Brief flutti meðal annars fréttir þess efnis í blaði sínu í gær.

Eins og kunnugt er hækkaði Actavis í síðustu viku óformlegt kauptilboð sitt í Pliva í 1,85 milljarða dollara (142 milljarðar íslenskra króna) úr 1,6 milljörðum dollara.

Pliva hafnaði hinsvegar kauptilboði Actavis og félagið hefur nú verið sett í almennt söluferli þar sem leitað verður hærri tilboða.

Forsvarsmenn Pliva hafa tilkynnt að aðrið aðilar hafi sýnt áhuga á að gera kauptilboð.