Þýska væntingavísitalan lækkaði niður í 2,1 stig þegar neytendur voru spurðir hve bjartsýnir þeir eru fyrir ágústmánuð, en í síðustu mælingu var vísitalan 3,6. Hún hefur ekki verið lægri í meira en 5 ár.

Lækkun vísitölunnar var meiri en búist hafði verið við fyrir fram.

Verðbólga í Þýskalandi hefur ekki verið meiri síðan 1993. Einnig er því spáð að hagvöxtur hafi minnkað á 2. fjórðungi.

Þessi slæmu tíðindi virðast því vega þyngra en minna atvinnuleysi en hefur áður verið í Þýskalandi og hækkun launa í Þýskalandi.

Þetta kemur fram í frétt BBC.