Væntingavísitalan í Þýskalandi hækkaði í janúar um 14,2 stig og er nú -31 stig, sem er langt undir sögulegu meðalgildi upp á 26,5 stig. Þetta kemur fram í frétt frá Zentrum für Europäische Wirtschaftsforschung sem gefur út þýsku ZEW-væntingavísitöluna.

Í fréttinni segir að mikla hækkun megi að hluta rekja til annarrar aðgerðaráætlunar ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Spurningar sérfræðinga um einstakar greinar atvinnulífsins sýni að reiknað sé með jákvæðri þróun í byggingariðnaði.

Ofangreind vísitala er sýnir væntingar um framtíðina en vísitalan sem lýsir núverandi stöðu féll enn í janúar og er nú neikvæð um 77,1 stig.

Svipað fyrir evrusvæðið í heild

Væntingar fyrir evrusvæðið í heild hækkuðu um 15,3 stig í janúar og eru neikvæðar um 30,8 stig. Mat á stöðunni nú lækkaði hins vegar um 13,5 stig og er nú í -84,7 stigum.