Þýska hagkerfið er á barmi samdráttarskeið vegna samverkandi þátta hæækandi verðbólgu, hærri hrávöruverðum, launaskriði og samdrætti í neyslu.

Þetta er mat sérfræðinga IfW, helstu efnahagsrannsóknarstofnunarinnar Þýskalands. Stofnunin hefur lækkað hagvaxtarspá sína fyrir árið í 1,9% úr 2,1%.

Stofnunin spáir aðeins 1% hagvexti á næsta ári. Þrátt fyrir þetta gerir stofnunin ráð fyrir samdráttarskeiðið verði milt miðað við þær sem áður hafa skollið á.