Þýski bankinn KfW greindi frá ákvörðun sinni í gær um að stækka skuldabréfaútboð sitt um þrjá milljarða króna. Heildarútboð bankans nemur nú 18 milljörðum króna.

Greiningardeild Kaupþings banka segir fjármálamarkaði trúa því að vaxtaaðhald Seðlabankans verði áfram nægjanlega langt og strangt til þess að koma í veg fyrir snögga veikingu krónunnar og snöggt verðbólguskot.

Seðlanbankinn hækkaði stýrivexti sína um 25 punkta í 10,5% á föstudaginn, sem var nokkuð undir væntingum, en verulegur vaxtamunur við útlönd hefur hvatt til skuldabréfaútgáfu erlendra aðila í íslenskum krónum.

Heildarskuldabréfaútgáfa erlendra aðila í íslenskum krónum nemur nú tæpum 130 milljörðum og spá markaðsaðilar því að útgáfan geti náð 200 milljörðum á næsta ári.