Þýskir bílaframleiðendur hyggjast draga saman í framleiðslu sinni vegna minnkandi bílasölu.

Porsche, sem hefur hagnast mest allra bílaframleiðenda vegna hlutabréfakaupa í VW, hefur greint frá því að það hyggist minnka framleiðslu sem nemur einum degi í viku.

Um leið hefur félagið fært niður áætlanir sínar um að auka söluna en á síðasta fjárhagsári seldu þeir ríflega 98 þúsund bíla.

VW greindi frá því að félagið væri að hugsa um að loka stærstu verksmiðju sinni í Wolfsburg um jólin. Þar starfa um 44 þúsund manns sem fengju þá þriggja vikna jólafrí.

Audi hefur einnig greint frá því að félagið hyggist loka um jólin.