Væntingavísitala þýskra fjárfesta hækkar lítillega í byrjun desember þrátt fyrir minni útflutning og samdrátt á evrusvæðinu.

Zew Economics Institute vísitalan, sem mælir væntingar meðal þýskra fjárfesta hækkaði úr -53,5 stigum í nóvember í -45,2 stig í desemer.

Miðað er við töluna núll. Ef vísitalan mælist í mínus er svartsýni meðal fjárfesta en bjartsýni mælist hún yfir núllið.

Þannig að enn eru þýskir fjárfestar svartsýni, bara ekki jafn svartsýnir og þeir voru fyrir mánuði síðan.

Í tilkynningu frá Zew Economics er hækkun vísitölunnar rakin til lækkunar stýrivaxta evrópska seðlabankans frá því í lok nóvember.

Wolfgang Franz, forstöðumaður Zew Economics varaði þó við því að það væru erfiðir tímar framundan og því ekki ástæða til að fagna um of.

„Þýska hagkerfið stefnir í frekari samdrátt og því engan vegin hægt að spá fyrir um viðskiptahegðun á næstar ári,“ sagði Franz.