Nokkrir þýskir bankar hafa nú haft milligöngu um að setja saman hóp þýskra kröfuhafa íslensku bankanna í þeim tilgangi fá skuldir sínar greiddar.

Þannig ætla Þjóðverjarnir sér að endurskipuleggja lánin í þeim tilgangi að gefa íslensku bönkunum tímasvigrúm til að greiða þau.

Þetta kemur fram á fréttavef Reuters en fréttastofan hefur undir höndum grein sem mun birtast í þýska vikuritinu Der Spiegel á mánudag.

Í frétt blaðsins mun koma fram samningaviðræður séu þegar hafnar á milli íslenskra yfirvalda (sem nú eiga bankana) og þýsku kröfuhafanna.

Þá vitnar blaðið í tölur frá Alþjóðagreiðslubankanum (e.Bank for International Settlements) þar sem fram kemur að stærstur hluti lána til Íslands kom frá Þýskalandi. Þannig skuldi íslenskir lánþegar kröfuhöfunum um 21 milljarð Bandaríkjadala.