Afkoma íslenskra sveitarfélaga var samkvæmt útgönguspám jákvæð um 3,3 milljarða króna á síðasta ári að teknu tilliti til reiknaðra liða og fjármagnsliða. Fjármagnsliðir, svo sem gengisbreytingar og fjármagnstekjur, vega þungt í þessari niðurstöðu en þeir eru neikvæðir um 7,3 milljarða króna á heildina litið. Þetta kemur fram í samantekt Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) á útkomuspám sveitarfélaga.

Þar er jafnframt bent á töluverðan samdrátt fjárfestinga frá árinu 2008 sem sambandið telur mikið áhyggjuefni. „Bæði er ákveðin fjárfestingarþörf hjá sveitarfélögunum sem er ýtt inn í framtíðina miðað við óbreytta þróun og einnig hefur samdráttur í fjárfestingum sveitarfélaganna bein áhrif inn í atvinnulífið í landinu,“ segir í skýrslunni.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.