Bandaríska fyrirtækið Yucaipa, lífeyrissjóðir og sjóðir á vegum banka og dótturfélaga þeirra eiga 77,6% hlut í Eimskipi samkvæmt nýjum hluthafalista. Félagið var skráð á nýjan leik í Kauphöllina á föstudag í síðustu viku. Eini einstaklingurinn sem skráður er á lista yfir 20 helstu hluthafa fyrirtækisins er Steinunn Jónsdóttir sem á 1,2% hlut í Eimskipi í gegnum einkahlutafélagið Arkur ehf. Steinunn er dóttir Jóns Helga Guðmundssonar, sem í gegnum tíðina hefur verið kenndur við Byko.

20 helstu hluthafar Eimskips eiga samtals 77,6% hlut í félaginu.

Hér er listinn:

  1. Yucaipa American Alliance Fund II - 15,25%
  2. Lífeyrissjóður verzlunarmanna - 14,57%
  3. Landsbanki Íslands - 10,4%
  4. Yucaipa American Alliance - 10,05%
  5. A1988 - 4,22%
  6. J.P. Morgan Clearing Corporation - 3,84%
  7. Íslandsbanki - 2,79%
  8. MP banki - 2,53%
  9. Úrvalsbréf Landsbankans - 1.96%
  10. Íslandssjóðir hf., Úrval innlendra hlutabréfa - 1,96%
  11. Straumur fjárfestingabanki - 1,74%
  12. Stefnir - ÍS 15 - 1,51%
  13. Stefnir - ÍS 5 - 1,33%
  14. Arkur ehf - 1,20%
  15. Sameinaði lífeyrissjóðurinn - 1,16%
  16. Almenni lífeyrissjóðurinn - 0,77%
  17. GLB Holding - 0,71%
  18. Auður Capital safnreikningur - 0,67%
  19. Gildi - lífeyrissjóður - 0,57%
  20. Samson eignarhaldsfélag - 0,55%