José Luis Rodríguez Zapatero lýsti því yfir í gær að skuldakrísan í Evrópu væri liðin hjá en sagði að ríkisstjórnir Evrópulandanna þyrftu að vinna betur saman við slíkar aðstæður í framtíðinni. Þetta kemur fram á vef Wall Street Journal.

Zapatero fór til New York til að hitta fulltrúa fjármálafyrirtækja og fjárfestingasjóða til að ræða efnahagslífið í heimalandinu, og sannfæra þá um að grunnstoðir efnahags Spánar væru sterkar.

Lesendur vefútgáfu Wall Street Journal eru ekki sannfærðir um að skuldakrísunni sé lokið. Um 85% þeirra sem þegar hafa svarað könnun sem er í gangi á vefsíðu WSJ svara neitandi spurningunni um hvort skuldakrísan í Evrópu sé liðin hjá.