Zew væntingavísitalan, sem mælir væntingar aðila þýska viðskiptalífsins um framtíðarhorfur, hefur ekki verið lægri síðan í mars 1993, segir í frétt Dow Jones.

Hæging á efnahag Bandaríkjanna, stýrivaxtahækkanir evrópskra Seðlabanka og áhrif virðisaukaskattshækkana í Þýskalandi eru talin valda lækkuninni.

Vísitalan mældist -27,4 í október, en vísitalan var í -22,2 í september. Greiningaraðilar höfðu spáð að vísitalan yrði í -19,5 í október.

Meðaltal Zew vísitölunnar frá upphafi mælingar er 34,3.