Það er ljóst að fréttamiðlar í Zimbabwe fylgjast vel með á Íslandi en í dag fjallar Zimbabwe News um mótmælin við Alþingi í gær.

Zimbabwe News segir Reykjavík vera svið nýrra mótmæla, lögreglan hafi notað piparúða til að dreifa brjóta á bak aftur um 1.000 mótmælendur sem staðið hafa fyrir utan Alþingishúsið, um tuttugu mótmælendur handteknir og nokkrir þurft læknisaðstoð.

Þá kemur fram í ítarlegri fréttaskýringu Zimbabwe News að mótmælin hafi beinst gegn Geir H. Haarde, forsætisráðherra með meðhöndlun hans á fjármálakrísunni.

Að lokum kemur fram að hagkerfi Íslands hafi verið undir miklum þrýstingi í kjölfar fjármálahrunsins.

Sjá frétt Zimbabwe News.