Stjórnvöld í Zimbabwe munu á næstunni kynna til sögunnar nýjan seðil með mun verða 100 milljarða Zimbabwe-dollara. Útgáfan er til að bregðast við feikilegri verðbólgu sem geysar í landinu, en nýji seðillinn mun þó varla duga fyrir einum brauðhleif. BBC greinir frá þessu um helgina.

Samkvæmt opinberum mælingum er verðbólga í Zimbabwe nú 2,200,000%, en sérfræðingar telja að raunverulega sé verðbólgan mun hærri.

Vegna efnahagsþróunarinnar þar í landi lifir 80% þjóðarinnar nú í sárri fátækt, landið var eitt sinn hið ríkasta í Afríku.

Seðlabanki Zimbabwe hefur gefið út fjölda nýrra tegunda seðla í ár. Í janúar kom út 10 milljóna Zimbabwe-dollara seðill, og 50 milljóna seðil fljótt í kjölfarið. Um miðjan júnímánuð voru seðlarnir síðan farnir að telja tugi milljarða.

Einn viðmælenda BBC segir nýja seðilinn munu hrökkva skammt – dagleg útgjöld hans nemi um 500 milljörðum.