*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Innlent 17. maí 2019 19:05

Zuckerberg heimsækir Ísland

Mark Zuckerberg og Priscilla Chan eru stödd á Íslandi en þau halda nú upp á sjö ára brúðkaupsafmæli sitt.

Ritstjórn
Priscilla Chan og Mark Zuckerberg.
epa

Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, er staddur hér á landi sem stendur samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins, með eiginkonu sinni, Priscilla Chan. Meðal annars sást til þeirra á gangi í miðborg Reykjavíkur í dag.

Hjónin hafa verið á ferðalagi um Evrópu að undanförnu að halda upp á sjö ára brúðkaupsafmæli sitt. Þau voru í París fyrr í vikunni þar sem Zuckerberg fundaði með Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Chang og Zuckerberg fóru einnig til Aþenu í Grikklandi og skoðuðu Pantheon. Zuckerberg hefur áður haft viðkomu á Íslandi á leið sinni yfir Atlantshafið. 

Chan og Zuckerberg giftu sig 19. maí 2012, degi eftir að Facebook var skráð á markað. Þá var markaðsvirði félagsins ríflega 100 milljarða dollara. Síðan þá hefur markaðsvirði félagsins fimmfaldast og er sem stendur 532 milljarðar dollara

Þau kynntust í Harvard árið 2003. Chan er menntaður læknir en hefur einna helst beitt sér á sviði góðgerðamála undanfarin ár. Hjónin hafa gefið út að þau muni gefa 99% af auði sínum til góðgerðamála.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is