Auðæfi stofnanda Facebook, Mark Zuckerberg, nema nú meiru heldur en auðæfi stofnenda Google, Sergey Brin og Larry Page. Þessu greinir Bloomberg frá.

Þegar markaðurinn lokaði á föstudaginn bættust 1,6 milljarður bandaríkjadala við auðæfi Zuckerberg, eftir að hlutabréfaverð Facebook náði hæstum hæðum. Auðæfi þrítuga milljarðarmæringsins nema nú 33,3 milljörðum dollara sem eru meiri en auðæfi Google stofnendana og framkvæmdastjóra Amazon Jeff Bezoz, samkvæmt milljarðamæringa úttekt Bloomberg.

Samkvæmt úttektinni skipar Zuckerberg 16. sæti á listanum, stofnendur Google það 17. og 18. sæti og Bezoz er í 20. sæti.