Listi Forbes yfir ríkasta fólk heims var gefinn út í dag. Þar trónir Bill Gates efstur á lista, með 75 milljarða Bandaríkjadala, og á eftir honum eru Amancio Ortega eigandi fatamerkisins Zara - auk annarra.

Meðal annarra á listanum eru Warren Buffett og Mark Zuckerberg - sá síðarnefndi er metinn á 44 milljarða Bandaríkjadala, eða 5.720 milljarða íslenskra króna í sjötta sætinu. Hann hoppaði upp um einhver tíu sæti milli ára, en auður hans jókst þá um rúma 11 milljarða dala á tímabilinu.

Þá má nefna að íslenski fjárfestirinn og viðskiptamaðurinn Björgólfur Thor er eini Íslendingurinn á listanum. Hann er í 1.121 sæti listans, en auðæfi hans eru metin á 1,6 milljarða Bandaríkjadala eða 224 milljarða íslenskra króna.

Hér að neðan eru efstu tíu sætin:

  1. Bill Gates - 9.750 milljarðar króna
  2. Amancio Ortega - 8.710 milljarðar króna
  3. Warren Buffett - 7.800 milljarðar króna
  4. Carlos Slim Helu - 6.500 milljarðar króna
  5. Jeff Bezos - 5.850 milljarðar króna
  6. Mark Zuckerberg - 5.720 milljarðar króna
  7. Larry Ellison - 5.590 milljarðar króna
  8. Michael Bloomberg - 5.200 milljarðar króna
  9. Charles & David Koch - 5.070 milljarðar króna