Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, greindi frá því á Facebook-síðu sinni að samstarf væri hafið á milli fyrirtækisins, Samsung, Nokia, Qualcomm og fleirum sem á að veita öllum í heiminum aðgang að Netinu.

Þessi hópur sem samanstendur sömuleiðis af Ericsson, Mediatek og Opera Software, kallar sig Internet.org. Hópurinn hyggst veita þeim fimm milljörðum manna sem ekki hafa kost á því að komast á Internetið, aðgang að því.

Aðeins einn þriðji heimsbyggðarinnar, 2,7 milljarðar, hafa aðgang að Internetinu.