*

þriðjudagur, 25. febrúar 2020
Innlent 26. janúar 2020 18:03

Zúistar endurgreiddu 145

Í þau skipti sem trúfélagið Zuism hefur endurgreitt sóknargjöld til félagsmanna sinna var síðustu tveimur mánuðum ársins sleppt.

Jóhann Óli Eiðsson
Zúistar hafa deilt við ríkið fyrir héraðsdómi.
Haraldur Guðjónsson

Í þau skipti sem trúfélagið Zuism hefur endurgreitt sóknargjöld til félagsmanna sinna var síðustu tveimur mánuðum ársins sleppt.

Árið í nóvember 2017 greiddi félagið 19.976 krónur til hvers einstaklings sem um það sótti vegna áranna 2016 og 2017. Sóknargjald ársins 2016 var 898 krónur en 920 krónur árið eftir. Sé tólf mánaða gjald 2016 lagt saman við tíu mánuði af 2017 fæst talan 19.976.

Árið 2018 nam gjaldið 931 krónu en endurgreiðslan, sem átti sér stað í desember það ár, nam 9.310 krónum á haus. Engin endurgreiðsla hefur átt sér stað vegna ársins 2019.

Séu ársskýrsla og ársreikningur ársins 2017 skoðuð sést að félagið endurgreiddi aðeins 145 safnaðarbörnum, af um 3 þúsund, gjöldin það ár. Afganginum hefur félagið að stærstu leyti haldið fyrir sig. Félagið virðist hafa veitt 9 milljóna króna lán til tengds aðila. Íslenska ríkið stöðvaði á liðnu ári greiðslur sóknargjalda til félagsins. Nýverið sýknaði héraðsdómur ríkið af kröfu félagsins um greiðslu þeirra með vöxtum.