Samkvæmt nýrri rannsókn The Economist sem skoðaði verð á um 160 vörum, m.a. mat, föt, samgöngur, húsnæði, í 131 stórborg í 39 löndum, er Zürich í Sviss dýrasta borg heimsins. Vísitalan fyrir Zürich mældist vera 170 stig en til samanburðar var vísitalan fyrir New York, sem þó þykir ekki ódýr borg 100 stig. Hluti skýringarinnar eru vaxandi styrkur svissneska frankans. Japönsku borgirnar Tókíó og Osaka voru 2. og 4. Sæti en Genf í Sviss var á milli þeirra í 3. sæti. Í fimmta sæti kom svo Osló í Noregi en vísitalan þar var 156 stig en fyrir ári síðan var Osló í 3. sæti listans. Í 7. og 8. sæti eru svo Sydney og Melbourne í Ástralíu, Singapore var í 9. Sæti og Frankfurt í Þýskalandi í 10. Sæti.