Fyrirtækið Zymetech, sem þróar, framleiðir og selur náttúruleg sjávarensím, tapaði 26,8 milljónum króna í fyrra. Það er viðsnúningur til hins verra frá árinu 2013, þegar 36,1 milljón króna hagnaður var á rekstri fyrirtækisins.

Fyrirtækið fjárfesti í endurbætum á leiguhúsnæði fyrir um 13,8 milljónir árið 2014, en ólíkt árinu 2013 var ekkert fjárfest í einkaleyfum og rannsóknartækjum á síðasta ári. Eigið fé félagsins var 95 milljónir króna um síðustu áramót.

Ágústa Guðmundsdóttir á stærstan eignarhlut í fyrirtækinu, eða 27%.