Bandaríska leikjafyrirtækið Zynga svipti í gær hulunni af nýjum netleik sem vonast er til að muni bæta hag Strympu. Leikurinn heitir ChefVille og er hægt að spila hann á samfélagsvefnum Facebook.

Í leiknum eiga netverjar að hefja rekstur veitingahúss og deila uppskriftum með vinum og kunningjum. Leikurinn svipar að hluta til FarmVille, sem Zynga er kunnast fyrir.

Zynga hefur átt í nokkrum vandræðum upp á síðkastið en stutt er síðan upp komst að stjórnendur fyrirtækisins seldu hlutabréf sín í fyrirtækinu rétt fyrir birtingu tiltölulega dapurs uppgjörs á öðrum ársfjórðungi. Fyrirtækið var skráð á markað í desember í fyrra og lá gengi hlutabréfa fyrirtækisins í níu dölum á hlut fyrstu dagana. Það rauk upp í tæpa 15 dali þegar best lét áður en það tók að síga. Gengið stendur nú í þremur dölum á hlut og hefur því samkvæmt hrunið um tæp 70% frá skráningu.

Eins og til að bæta gráu ofan á svart hefur leikjarisinn Electronic Arts farið í mál við Zynga á þeim forsendum að einn af leikjum þess sé byggðum á hinum þekktu tölvuleikjum The Sims. Forsvarsmenn Zynga vísa þeim ásökunum út í hafsauga.