Tölvuleikjaframleiðandinn Zynga hefur hafist handa við uppfylla skilyrði til að geta sótt um leyfi til að stunda fjárhættuspil frá Nevada ríki í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í frétt BBC um málið. Zynga hefur meðal annars þróað leikinn Farmville sem slegið hefur í gegn á Facebook.

Fyrsta stig á ferlinu hjá Spilaeftirliti Nevada (e. Nevada Gaming Board) tekur allt að 18 mánuði en eftir það getur fyrirtækið sótt um spilaleyfi.

Í frétt BBC segir að Zynga stefni á að koma með leiki í Bretlandi á næsta ári þar sem notast verður við alvöru peninga. Fyrirtækið hefur átt í erfiðleikum með að finna auknar tekjur að undanförnu og þarf að treysta að miklu leyti á tekjur frá Farmville og Words for Friends. Um 80% tekna fyrirtækisins koma í gegnum Facebook.

Fyrirtækið hefur ekki greint frá því hvað það ætli sér að gera við spilaleyfið frá Nevada. Bandarísk lög neita í dag bönkum og greiðsluþjónustum um að þjónusta þá sem beina viðskiptum sínum að bandarískum þegnum þegar kemur að spilun á netinu.