Í tímariti Frjálsrar verslunar sem kom út í apríl árið 1979 var viðamikil umfjöllun um viðskipti Íslands og Sovétríkjanna. Málningarverksmiðjan Harpa seldi mikið til Sovétríkjanna og um tíma fór um helmingurinn af framleiðslunni þangað.

Hér er brot úr greininni:

Málningarverksmiðjan Harpa hefur selt málningu á markað í Sovétríkjunum frá því árið 1965. Þá voru seldar 250 þúsund eins lítra dósir af hvítu lakki. Harpa hefur síðan afgreitt þangað málningu á hverju ári og í mars s.l. var gerður samningur um sölu á 1000 tonnum af hvítu lakki til Sovétríkjanna. Skiptist þetta magn á milli málningarverksmiðjunnar Hörpu sem framleiðir 650 tonn og málningarverksmiðju Sambandsins Sjafnar, sem framleiðir 350 tonn.

Samningsverð fyrir framleiðslu þessa árs eru 1220 $ fob á tonn, og er það 25% hækkun frá því síðasta ár, að sögn Magnúsar Helgasonar framkvæmdastjóra Hörpu hf. er F.V. spjallaði við hann um útflutningsframleiðslu málningarverksmiðjunnar. Hefur málningin aðallega verið flutt til Ventspils.

Gerður er fastur samningur, þannig að ekki er um að ræða verðbreytingar á samningstímanum. Þau ár sem málningarverksmiðjan Harpa hefur framleitt málningu á markað í Sovétríkjunum hefur nær eingöngu verið pantað hvítt lakk, utan tvisvar. 1967 voru keypt hundrað tonn af lakki í ýmsum litum. Var það vegna byltingarafmælisins það ár, og var lakkið notað til að mála plaköt í tilefni þess. Fyrir nokkrum árum síðan seldi Harpa hf, einnig svart bílalakk til Sovétríkjanna.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði