María Fjóla Harðardóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistu, er launahæst á lista yfir tekjur hjúkrunarfræðinga. Launatekjur hennar á síðasta ári námu 2,4 milljónum króna á mánuði.

Í öðru sæti listans er Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans, sem var með 2 milljónir króna í mánaðartekjur á síðasta ári. Í þriðja sæti er svo Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, með 2 milljónir króna á mánuði.

62 og 70 hjúkrunarfræðingum á listanum eru með yfir eina milljón króna í launatekjur á mánuði. Þetta er meðal þess sem finna má í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem komið er í verslanir, en blaðið hefur að geyma upplýsingar um tekjur um 4.000 Íslendinga.

Tíu tekjuhæstu hjúkrunarfræðingarnir:

  1. María Fjóla Harðardóttir, frkvstj. heilbrigðissv. Hrafnistu - 2,4 milljónir króna
  2. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, frkvstj. meðf.sv. Landsp. - 2 milljónir
  3. Sigríður Gunnarsdóttir, frkvst. hjúkrunar, LSH - 2 milljónir
  4. Þóra Björnsdóttir, hjúkrunarforstj. Vogi - 1,9 milljónir
  5. Heiða Sigríður Davíðsdóttir, yfirhjúkrunarfr. á Sólvangi - 1,8 milljónir
  6. Þórey Erna Guðmannsdóttir, hjúkrunarfræðingur - 1,7 milljónir
  7. Árdís Rut Ámundadóttir, skurðhjúkrunarfr. LSH - 1,7 milljónir
  8. Helga Sif Friðjónsdóttir, deildarstjóri á geðsviði Lsh - 1,7 milljónir
  9. Hulda Sigríður Ringsted, frkvstj. hjúkrunar, Sjúkrahús. Ak. - 1,6 milljónir
  10. Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir, hjúkrunarstj. Sóltúni - 1,6 milljónir

Tekjublað Frjálsrar verslunar er komið út. Finna má blaðið á helstu sölustöðum en einnig má panta eintak hér.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði