Í ár eru liðin 20 ár síðan Björgólfur Thor Björgólfsson, Björgólfur Guðmundsson og Magnús Þorsteinsson seldur Bravo bjórverksmiðjuna í St. Pétursborg fyrir 41 milljarð króna, eða 99 milljarða á núverandi verðlagi. Viðskiptablaðið fjallaði sagði í lok júlí að auður Björgólfs hefði sveiflast mikið frá árinu 2002 en samkvæmt lista Forbes yfir ríkustu menn heims hefði auður Björgólfs tífaldast á þessum tuttugu árum.

Frjáls verslun rakti sögu Bravo ævintýrisins sem hófst árið 1998 og söluna árið 2002. Hér á eftir er umfjöllun Frjálsrar verslunar um viðskiptin frá því snemma árs 2002. Textinn er upprunalegur.

Ævintýraleg farsæld í Rússlandi

Einhver stærsti samningur í sögu íslensks viðskiptalífs var undirritaður í London föstudaginn 1. febrúar sl. Það var þegar Björgólfur Thor Björgúlfsson, Magnús Þorsteinsson og Björgólfur Guðmundsson, stofnendur og helstu eigendur Bravo International í Rússlandi, seldu Heineken fyrirtækinu bjórverksmiðju Bravo í Pétursborg fyrir um 41 milljarð króna

Þeir sem þekkja til hans lýsa honum sem frísklegum og klárum manni sem sé fæddur athafnamaður. Langafi hans var hinn kunni athafnamaður Thor Jensen og þaðan er Thors nafnið komið.

Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Bravo International í Rússlandi og stjórnarformaður Pharmaco, er aðeins 34 ára, en afrekaði það föstudaginn 1. febrúar sl. að skrifa undir einhvern stærsta samning í sögu íslensks viðskiptalífs þegar hann ásamt föður sínum Björgólfi Guðmundssyni og Magnúsi Þorsteinssyni, stofnendum og helstu eigendum Bravo International í Rússlandi, seldu Heineken fyrirtækinu bjórverksmiðju Bravo í Pétursborg á 41 milljarð króna.

Samningurinn felur jafnframt í sér að Heineken kaupir 49% hlut í annarri verksmiðju Bravo sem framleiðir og selur áfenga svaladrykki og tilbúna kokteila.

Farsæld Íslendinganna í Rússlandi hefur verið ævintýraleg. Þeir settu bjórverksmiðjuna á fót árið 1998 og fyrsti bjórinn sem framleiddur var í verksmiðjunni fór á markað í mars 1999, eða fyrir aðeins þremur árum, undir merkinu Botchkarov. Framleiðslugeta verksmiðjunnar, sem er hin sjötta stærsta í Evrópu, er 535 milljónir lítra. Til samanburðar er salan á Íslandi 11 milljónir lítra.

Þótt bjórsagan sé tiltölulega stutt hófst saga þeirra þremenninga í drykkjavöruframleiðslu i Rússlandi fyrir níu árum. Það sem hið heimsþekkta Heineken fyrirtæki er að kaupa af þeim félögum er afar öflug bjórverksmiðja sem hefur náð öflugri sölu á bjór í Rússlandi. Heineken er því í raun að tryggja sér stóraukna markaðshlutdeild í Rússlandi; kaupa sterka kanala inn á markaðinn, þ.e. í veitingahús og vínbúðir. Bjórverksmiðja Bravo hefur náð 4% markaðshlutdeild í Rússlandi. Í Pétursborg hefur Bravo 17% bjórmarkaðarins og 7% í höfuðborginni Moskvu. Þetta eru glæsilegar tölur.

Bjórtegundir Bravo heita Botchkarov og Ohota. Þá hefur fyrirtækið framleitt Lövenbrau samkvæmt sérleyfi. Framleiðsla á Heineken-bjór fyrir Rússlandsmarkað hefst eflaust fljótlega í verksmiðjunni sem og notkun dreifinga- og sölukerfisins.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði