Frjáls verslun hefur í samstarfi við Creditinfo tekið saman arðsömustu fyrirtæki landsins í sjö af stærstu atvinnugreinum þjóðarinnar. Auk þess að sérstakur listi er birtur yfir minni fyrirtæki óháð atvinnugrein.

Alls eru ríflega 200 sæti á listunum en ýmis skilyrði eru sett fyrir veru á þeim, til að mynda um lágmarks veltu, eigið fé og skil á ársreikningum.

Í úttektinni er bæði að finna samantekt á hæstu arðsemi út frá miðgildi arðsemi árin 2016 til 2020 eftir atvinnugreinum sem og miðgildi rekstrarhagnaðar fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) í hlutfalli við rekstrartekjur félaganna. Kennitölurnar gefa hvor sína myndina af arðsemi og geta hlutföllin verið nokkuð breytileg eftir eðli fyrirtækja og atvinnugreinarinnar sem þau starfa í. Þá ber að hafa í huga að atvinnugreinarnar sjö eru ekki tæmandi yfir hagkerfið í heild. Arðbær fyrirtæki er að finna í stöndugum atvinnugreinum sem ekki eru teknar fyrir í þessari samantekt Frjálsrar verslunar og Creditinfo

Fyrirtækin sem eru efst á listum yfir arðsemi í sinni atvinnugrein samkvæmt úttektinni eru:

  • Greiðslumiðlun Íslands
  • Icepharma
  • Miklatorg, móðurfélag IKEA á Íslandi
  • Nesfiskur
  • Rafholt
  • Tandur
  • Travelshift, móðurfélag Guide to Iceland

Fjallað er um tvö hundruð af arðsömustu fyrirtækjum landsins í tímariti Frjálsrar verslunar sem var að koma út. Hægt er að kaupa eintak af blaðinu hér.