Þegar horft er til miðgildis arðsemi eigin fjár síðastliðin fimm ár trónir Nesfiskur í Suðurnesjabæ á toppnum meðal sjávarútvegsfyrirtækja með 26% arðsemi eigin fjár í úttekt Frjálsrar verslunar á arðbærustu fyritækjunum í nokkrum af stærstu atvinnugreinum landsins árin 2016-2020.

Alls nær úttekt Frjálsrar verslunar til um tvö hundruð fyrirtækja en ýmis skilyrði voru fyrir veru á listanum á borð við tiltekinna tekna, afkomu og eigin fjár.

Næst á eftir fylgir Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal með tæplega 21% arðsemi eigin fjár að miðgildi síðustu fimm ár. Útgerðarfélagið Samherji frá Akureyri er langsamlega stærsta fyrirtækið á arðsemislistanum hvort sem horft er veltu, arðsemi eða eigið fé. Samherji er nærri jafn umsvifamikið og hin félögin á listanum samanlagt. Þá er systurfélagið Samherji Holding ekki talið með en það heldur utan um megnið af erlendri starfsemi Samherja.

Nánar er fjallað um málið í tímariti Frjálsrar verslunar sem var að koma út. Hægt er að gerast áskrifandi hér eða kaupa blaðið hér .