Velta íslenskra arkitektastofa jókst mikið árið 2021 frá fyrra ári. Hún jókst að meðaltali um 25% hjá stærstu tíu stofnunum en hagnaður jókst um 33%. Þetta kemur fram í bókinni 300 stærstu, sem var að koma út og hægt er að kaupa hér. Áskrifendur geta nálgast efnið úr bókinni hér.

Arkís arkitektar ehf. er langstærsta arkitektastofan með 931 m.kr. í veltu en hagnaðurinn nam 142 m.kr. og tvöfaldaðist milli ára. Félagið var stofnað árið 1997 í framhaldi Teiknistofunnar Túngötu 3 sem hafði þá starfað frá 1986.

Um fjörutíu starfsmenn starfa á stofunni í dag. Eigendurnir eru 8 en stærstur þeirra er Aðalsteinn Snorrason, einn stofnendanna, með 20,2% hlut. Stofan greiddi 106 milljónir króna út í hagnað í fyrra.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði