Koch-fjölskyldan er ágætlega þekkt innan Bandaríkjanna og oftast bendluð við hægri væng stjórnmálanna, enda hafa bræðurnir Charles og David Koch látið nokkuð duglega til sín taka í pólitískri umræðu í gegnum árin.

David lést árið 2019 en við það erfðu ekkja hans Julia og börn þeirra þrjú 42% hlut hans í fjölskyldufyrirtækinu, Koch Industries, sem er næststærsta óskráða fyrirtæki Bandaríkjanna.

Fyrirtækið er meðal annars með starfsemi á sviði framleiðslu, vinnslu og dreifingu fjölda hráefna á borð við olíu, orku, steinefni, áburð svo fátt eitt sé nefnt, auk fjármálastarfsemi, skýjaþjónustu og fleira.

Charles & Julia Koch og fjölskylda

  • 118 milljarðar dala
  • Eigendur Koch Industries
  • 84% í Koch Industries
  • Bandaríkin
  • 87 & 60 ára

Fjallað er um Koch-fjölskylduna og fleiri auðjöfra, meðal annars ríkustu Íslendingana, í tímariti Frjálsrar verslunar sem kemur út fimmtudaginn 13. apríl. Hægt er að kaupa eintak af blaðinu eða gerast áskrifandi hér.