Covid-19 lék mörg veitingafélög grátt árin 2020 og 2021. Það veitingafélag sem tapaði mestu á árinu var Pizzan ehf. en tapið nam 235 m.kr. Félagið tapaði hins vegar 84 m.kr. árið á undan og 62 m.kr. árið 2019.

Dominos er stærsta veitingafélagið á Íslandi með 5,7 milljarða í veltu. Félagið tapaði 49 m.kr. á árinu 2021 en jók þó tekjurnar um 8% milli ára.

KFC kemur næst á eftir með 4,1 milljarð í veltu. Skyndibitakeðjan hagnaðist um 350 m.kr. króna á árinu og jók veltuna um 13% milli ára.

Þriðji stærsta veitingafélagið er Múlakaffi með 1.801 m.kr. í veltu árið 2021 og jókst hún um 38% milli ára. Hagnaðurinn nam 198 m.kr.

Nánar er fjallað um málið í bókinni 300 stærstu, sem kom út í gær. Hægt er að kaupa eintak af bókinni hér .

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði