Í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar sem kemur út fimmtudaginn 13. apríl er ítarleg umfjöllun um Donald Trump og tilraunir hans til að stíga sem hæst á Forbes 400 listanum - stundum með ótrúlegum aðferðum. Hér á eftir er stutt brot úr greininni.

„Farsælasta fasteignaþróun síðari tíma“

Árið 1978, þegar Trump var 32 ára gamall, tók hann höndum saman við tryggingarfélagið Equitable Life Assurance Society sem átti land á 5. breiðstræti í New York.

Hann fékk nokkra lánveitendur, þar á meðal föður sinn, til að lána honum 130 milljónir dollara til að byggja skýjakljúf. Fimm árum síðar opnaði Trump Tower. Sjálfur sagði Trump að turninn væri „farsælasta fasteignaþróun síðari tíma“.

Til að styðja yfirlýsingar sínar sagði hann Forbes að hann hefði selt 85% af íbúðunum á 500 þúsund til 12 milljóna dala áður en byggingin hefði verið tilbúin. „Íbúðirnar skila 268 milljónum dollara í hagnaði.“

Donald Trump á þaki Trump turnsins í New York.

Hann sagði New York Times sömu tölur sem birtu þær og sömu tölur var einnig að finna í ævisögu Trump sem kom út 1987.

En Forbes segir að tölurnar hafi ekki verið sannar. Ný úttekt sýni að árið 1983, árið sem Trump Tower opnaði, hafi 60% íbúðanna selst, eða 150 íbúðir í byggingunni.

Til að styðja yfirlýsingar sínar sagði hann Forbes að hann hefði selt 85% af íbúðunum á 500 þúsund til 12 milljóna dala áður en byggingin hefði verið tilbúin. „Íbúðirnar skila 268 milljónum dollara í hagnaði.“

En Forbes segir að tölurnar hafi ekki verið sannar. Ný úttekt sýni að árið 1983, árið sem Trump Tower opnaði, hafi 60% íbúðanna selst, eða 150 íbúðir í byggingunni.

Nánar er fjallað um Donald Trump í tímariti Frjálsrar verslunar sem kemur út fimmtudaginn 13. apríl.  Þar er m.a. fjallað um ríkustu Íslendingana. Hægt er að kaupa eintak af blaðinu eða gerast áskrifandi hér.

Forsíða Frjálsrar verslunar sem kemur út á fimmtudaginn.