Heikki Kyostila er annar ríkasti Finninn og í 34. sæti yfir ríkustu Skandinavana.

Auður hans er metinn á 2 milljarða dollara eða um 270 milljarða króna, sem þýðir að hann er í 1.470 sæti á Forbest listanum yfir auðugasta fólk veraldar.

Kyostila stofnaði fyrirtækið Planmeca árið 1971 en það sérhæfir sig í framleiðslu á tannlækningatækjum og er stærst á því sviði í heiminum. Í fyrstu framleiddi fyrirtækið tannlæknastóla og skápa fyrir tannlækna en með árunum varð framleiðslan fjölbreyttari og aukin áhersla lögð á tæknihliðina eins og þrívíddar myndtækni og þess háttar. Höfuðstöðvar Planmeca eru í Helsinki og framleiðslan fer fram þar.

Um 98% af vörum fyrirtækisins eru fluttar út. Kyostila er stofnandi, eigandi og forseti Planmeca.

Heikki Kyostila

  • 270 milljarðar króna
  • 77 ára
  • Eigandi Planmeca
  • 2. ríkasti í Finnlandi

Nánar er fjallað um málið í tímariti Frjálsrar verslunar, sem kemur út fimmtudaginn 13. apríl. Þar er m.a. fjallað um ríkustu Íslendingana. Hægt er að kaupa eintak af blaðinu eða gerast áskrifandi hér.