Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er launahæstur á lista yfir laun forseta, alþingismanna og ráðherra. Launatekjur hans á síðasta ári námu 3,5 milljónum króna á mánuði.

Í öðru sæti listans er menningar- og viðskiptaráðherrann Lilja Dögg Alfreðsdóttir. Hún var með 2,8 milljónir króna í mánaðartekjur á síðasta ári. Í þriðja sæti er svo Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sömuleiðis með 2,8 milljónir króna á mánuði.

Allir á listanum eru með yfir eina milljón króna í launatekjur á mánuði. Þetta er meðal þess sem finna má í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem komið er í verslanir, en blaðið hefur að geyma upplýsingar um tekjur um 4.000 Íslendinga.

Tíu tekjuhæstu:

  1. Guðni Thorlacius Jóhannesson, forseti Íslands - 3,5 milljónir króna
  2. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra - 2,8 milljónir
  3. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. - 2,8 milljónir
  4. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra - 2,5 milljónir
  5. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og lofslagsráðh. - 2,5 milljónir
  6. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra - 2,4 milljónir
  7. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra - 2,4 milljónir
  8. Kristján Þór Júlíusson, fv. sjávarútv. og landb. ráðherra - 2,4 milljónir
  9. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðh. - 2,3 milljónir
  10. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, utanríkisráðherra - 2,2 milljónir

Tekjublað Frjálsrar verslunar er komið út. Finna má blaðið á helstu sölustöðum en einnig má panta eintak hér.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði