Lilja Brynja Skúladóttir, löggiltur endurskoðandi hjá Advania, var tekjuhæsti endurskoðandinn á síðasta ári samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Lilja Brynja hefur starfað hjá Advania um árabil og er nú fjármálastjóri samstæðunnar.

Í öðru sæti á listanum er Signý Magnúsdóttir, meðeigandi hjá Deloitte, með 3,3 milljónir. Þorsteinn Pétur Guðjónsson, forstjóri Deloitte, er í þriðja sæti á listanum með 3,1 milljón. Þetta er meðal þess sem finna má í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem komið er í verslanir, en blaðið hefur að geyma upplýsingar um tekjur um 4.000 Íslendinga.

10 tekjuhæstu endurskoðendurnir:

  1. Lilja Brynja Skúladóttir, lögg. end. Advania - 10,2 milljónir króna
  2. Signý Magnúsdóttir, meðeig. Deloitte 3,3 milljónir
  3. Þorsteinn Pétur Guðjónsson, lögg. end., forstjóri Deloitte. 3,1 milljón
  4. Jón Rafn Ragnarsson, lögg. end. Samherji 2,9 milljónir
  5. Samúel Orri Samúelsson, lögg.end. Alvogen 2,6 milljónir
  6. Ingvi Björn Bergmann, lögg. end. Deloitte 2,3 milljónir
  7. Baldvin Freysteinsson, lögg. end. Verne Global 2,3 milljónir
  8. Matthías Þór Óskarsson, lögg. end. KPMG 2,3 milljónir
  9. Birgir Grétar Haraldsson, lögg. end. Össur 2,2 milljónir
  10. Magnús Jónsson, lögg. end, sviðsstj. endursk. KPMG 2,2 milljónir

Fyrirtækið Virtus er með reiknivél, þar sem launþegar og launagreiðendur geta reiknað út það sem snýr að launum og launatengdum gjöldum. Af 10,2 milljónum fara ríflega 5 milljónir til hins opinbera í formi tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds. Kostnaður launagreiðanda af 10,2 milljóna króna launum er 12,1 milljón sbr.:

Tekjublað Frjálsrar verslunar er komið út. Finna má blaðið á helstu sölustöðum en einnig má panta eintak hér.


Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði