Þorsteinn Loftsson, lyfjafræðiprófessor við Háskóla Íslands, er launahæstur á lista yfir tekjur skólafólks. Launatekjur hans á síðasta ári námu 4 milljónum króna á mánuði.

Í öðru sæti listans er Sesselja Sigurborg Ómarsdóttir, sem er einnig prófessor í lyfjafræði við sama skóla. Hún var með 3,9 milljónir króna í mánaðartekjur á síðasta ári. Í þriðja sæti er svo Vilhjálmur Egilsson, fyrrverandi rektor Háskólans á Bifröst, með 3,1 milljón króna á mánuði.

Allir á listanum eru með yfir eina milljón króna í launatekjur á mánuði. Þetta er meðal þess sem finna má í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem komið er í verslanir, en blaðið hefur að geyma upplýsingar um tekjur um 4.000 Íslendinga.

Tíu tekjuhæsta skólafólkið:

  1. Þorsteinn Loftsson, lyfjafrprófessor HÍ - 4 milljónir króna
  2. Sesselja Sigurborg Ómarsdóttir, prófessor í lyfjrafr. HÍ - 3,9 milljónir
  3. Vilhjálmur Egilsson, fyrrv. rektor Bifröst - 3,1 milljón
  4. Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði HÍ - 3,1 milljónir
  5. Ari Kristinn Jónsson, fv. rektor HR - 2,8 milljónir
  6. Kristín Huld Haraldsdóttir, lektor skurðlæknisfræði HÍ - 2,5 milljónir
  7. Tómas Þór Ágústsson, yfirlæknir sérnáms í lækningum - 2,5 milljónir
  8. Gylfi Magnússon, dósent og forseti viðskfrd. HÍ - 2,3 milljónir
  9. Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor HÍ, stjórnarformaður OR - 2,3 milljónir
  10. Bjarni Elvar Pétursson, próf. tannlæknad. HÍ - 2,2 milljónir

Tekjublað Frjálsrar verslunar er komið út. Finna má blaðið á helstu sölustöðum en einnig má panta eintak hér.