Fréttir byggðar á tekjublaði Frjálsrar verslunar og úttekt á erlendum auðmönnum sem fjárfest hafa í íslensku atvinnulífi eru áberandi á lista yfir mest lesnu fréttir Frjálsrar verslunar á árinu.

1. Tíu tekjuhæstu fasteignasalarnir 2020

Tekjuhæstu fasteignasalarnir í tekjublaðinu vöktu athygli á árinu en þar var Einar Páll Kjærnested hjá Fasteignasölu Mosfellsbæjar efstur með tæplega 2,2 milljónir á mánuði í tekjur.

2. Tíu tekjuhæstu forstjórarnir 2020

Tveir Árnar röðuðu sér í efstu sætin um tekjuhæstu forstjórana á síðasta ári samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar. Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels með tekjur upp á 35,9 milljónir á mánuði og Árni Harðarson, lykilmaður hjá Aztiq, Alvogen og Alvotech með 26,3 milljónir á mánuði.

3. Auðmenn: Eigendur kortafyrirtækjanna

Frjáls verslun vann úttekt á erlendum auðmönnum sem fjárfest höfðu í íslensku atvinnulífi. Þar á meðal eru eigendur kortafyrirtækjanna en Rapyd hafði þá keypt Kortaþjónustuna og SaltPay fest kaup á Borgun. Síðan þá hefur bæst við að Raypd ætlar að kaupa Valitor af Arion banka.

4. Eigendur ÍAV forðast sviðsljósið

Marti fjölskyldan hefur rekið verktakafyrirtækið Marti Holding í Sviss í heila öld. Fyrirtækið er með starfsemi víða um heim en það eignaðist Íslenska aðalverktaka árið 2010. Dulúð er yfir fjölskyldunni og fyrirtækinu, meira að segja í heimavelli í Bern í Sviss. Enda ræða þau aldrei við fjölmiðla, birtir engar rekstrartölur, sjást aldrei á opinberum viðburðum og eru ekki hluti af neinum samtökum atvinnurekenda á svæðinu.

5. Tíu tekjuhæstu lögfræðingarnir 2020

Tekjuhæstu lögfræðingarnir vöktu athygli á árinu en þar röðuðu sér lögfræðingar sem unnu hafa að í tengslum við föllnu bankanna í efstu sætin. Efstur á lögfræðingalista tekjublaðsins var Arnaldur Jón Gunnarsson með tíu milljónir í tekjur á mánuði.

Hér má sjá framhald listans frá 6. til 10. sætis .