Lesendur Frjálsrar verslunar voru áhugsamir um tekjur landsmanna enda tengdust flestar af mest lesnu fréttum Frjálsrar verslunar á árinu tekjublaðinu sem kom út í ágúst.

6. Tíu tekjuhæstu næstráðendur 2020

Stjórnendur Marel röðuðu sér í efstu sætin yfir tekjuhæstu næstráðendurna samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar en gera má ráð fyrir að innlausn kauprétta skýri það að nokkrum hluta. Í efsta sætinu var Linda Jónsdóttir, fjármálastjóri Marel, með 26,8 milljónir í tekjur að jafnaði á árinu.

7. Tíu tekjuhæstu læknarnir

Tveir læknar voru með yfir fimm milljón krónur á mánuði að jafnaði í tekjur í fyrra samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar, en þeir Ásgeir Böðvarsson og Jacek Jón Kantorski en næstu átta voru með um 3,5 til 4 milljónir króna á mánuði.

8. Tíu tekjuhæstu í fjármálageiranum

Kaupþingsmenn voru í efstu sætum yfir tekjuhæstu starfsmenn í fjármálageiranum samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar en þar voru einnig ofarlega á lista lykilstjórnendur Arion banka og Kviku banka.

9. Tíu tekjuhæstu prestarnir

Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur Háteigskirkju var efst á lista yfir presta í tekjublaði Frjálsrar verslunar en næst á eftir henni kom Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands.

10. Tíu tekjuhæstu endurskoðendurnir

Jón Rafn Ragnarsson, fjármálastjóri Samherja, var eftstur á lista yfir endurskoðendur í tekjublaði Frjálsrar verslunar með tæpar 2,8 milljónir króna á mánuði. Tíu tekjuhæstu endurskoðendurnir voru með tekjur frá  2,2 milljónum og upp í 2,8 milljónir króna á mánuði.