Ivar Tollefsen er annar ríkasti Norðmaðurinn og áttundi ríkasti Skandinavinn.

Auður hans er metinn á 7,8 milljarða dollara eða um 1.060 milljarða króna. Hann situr í 271. sæti Forbes-listans yfir ríkasta fólk veraldar.

Viðskipti voru Ivari í blóð borinn því hann var einungis 14 ára þegar hann gerðist plötusnúður og byrjaði að þeyta skífur í partíum gegn gjaldi. Fljótlega stofnaði hann Tollefsen Enterprises, sem leigði út hljóðkerfi. Hann seldi fyrirtækið árið 1985 á 2,8 milljónir dollara. Notaði hann peningana til að byggja um fasteignastórveldið Fredensborg AS, sem á yfir 100 þúsund íbúðir víðsvegar um Evrópu.

Fyrir þremur árum keypti hann ráðandi hlut í Heimavöllum, nú Heimstaden. Tollefsen er mikill ævintýramaður. Hann hefur klifið flesta af hæstu tindum heims, skíðað þvert yfir Grænland og tekið þátt í Paris Dakar rallýinu.

Ivar Tollefsen

  • 1.060 milljarðar króna
  • 61 árs
  • Eigandi Fredensborg AS
  • 2. ríkasti í Noregi

Nánar er fjallað um málið í tímariti Frjálsrar verslunar, sem kemur út fimmtudaginn 13. apríl. Þar er m.a. fjallað um ríkustu Íslendingana. Hægt er að kaupa eintak af blaðinu eða gerast áskrifandi hér.