Systkinin Eggert Árni, Guðný Edda, Gunnar Þór og Halldór Páll Gíslabörn, oft kennd við heildverslunina Mata, hafa staðið í fjölbreyttum fjárfestingum á Íslandi.

Þau eiga fjárfestingafélagið Langasjó, móðurfélag fyrirtækjan í framleiðslu og dreifingu á matvælum, langtímaleigu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis, fasteignaþróun og fjárfestingum. Þar má nefna Ölmu íbúðafélag sem félagið keypti á 11 milljarða króna fyrir um tveimur árum síðan.

Undir samstæðu Langasjávar eru einnig matvælaframleiðendurnir Síld og fiskur, Matfugl, Mata og Salathúsið auk Freyju sælgætisgerðar sem Langisjór keypti í lok árs 2022. Þá má einnig nefna félagið Brimgarða, sem er stærsti hluthafi Eikar fasteignafélags með um 16,5% hlut og meðal stærstu hluthafa Reita og Regins fasteignafélaga.

Áskrifendur geta lesið um 50 ríkustu Íslendingana í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar og þá er hægt að kaupa tölublaðið hér.