Helsta eign hjónanna Ólafs Ólafssonar fjárfestis og Ingibjargar Kristjánsdóttur landslagsarkitekts er í dag ráðandi hlutur í flutningafélaginu Samskip, sem er með höfuðstöðvar í Hollandi. Hjónin eru talin meðal ríkustu Íslendinganna samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar á 50 ríkustu Íslendingunum.

Ingibjörg og Ólafur er með lögheimili í Sviss og eiga eignir víða. Franskir fjölmiðlar hafa greint frá því að meðal eigna hjónanna sé kastala í Champoulet í Frakklandi.

Kastalinn er í um tveggja klukkustunda akstursfjarlægð suður af París og stendur á um 1.000 hektara landareign.

Sögu landareignarinnar má rekja aftur til ársins 1444 en skammt frá kastalanum reka hjónin búgarðinn Pur Cheval þar sem þau rækta og þjálfa íslenska hesta.

Áskrifendur geta lesið um 50 ríkustu Íslendingana í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar og þá er hægt að kaupa tölublaðið hér.

Úttekt á ríkustu Íslendingunum er meðal efnis í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar.