Hannes Hilmarsson er stærsti eigandi flugfélagsins Air Atlanta með helmingshlut í gegnum eignarhaldsfélagið Haru holding.

Hannes hefur verið stjórnarformaður Atlanta frá því að hann lét af forstjórahlutverkinu árið 2018 eftir 12 ár í starfi.

Atlanta hagnaðist um 5,6 milljarða króna árið 2021 sem er sá 29. mesti meðal allra íslenskra fyrirtækja það árið samkvæmt samantekt 300 stærstu. Það sama ár komst fjárfestingafélag Hannesar, Pund ehf., í hámæli þegar það festi kaup á dýrustu þakíbúð landsins á þeim tíma í háhýsunum við Vatnsstíg.

Atlanta er ekki eina flugfélagið sem Hannes á hlut í; Pund átti ríflega 1% hlut í Play fyrir frumútboð lággjaldaflugfélagsins síðasta sumar.

Hannes Hilmarsson

  • Auður: 30 milljarðar króna
  • Atvinnugrein: Flugrekstur.
  • Helstu eignir: 50% hlutur í Air Atlanta.

Áskrifendur geta lesið um 50 ríkustu Íslendingana í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar og þá er hægt að kaupa tölublaðið hér.