Guðmundur Kristjánsson hefur starfað í sjávarútvegi frá unga aldri. Hann er uppalinn á Rifi á Snæfellsnesi þar sem faðir hans, Kristján Guðmundsson, gerði út og rak fiskverslun.

Guðmundur er eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur og forstjóri og stærsti hluthafi Brims. Útgerðarfélag Reykjavíkur á 44% hlut í Brim, en þar af heldur dótturfélagið RE-13 ehf. á rúmlega 10% hlut.

Útgerðarfélag Reykjavíkur keypti upphaflega 34% hlut Kristjáns Loftssonar og tengdra aðila í Brimi árið 2018, sem þá hét HB Grandi, á tæplega 22 milljarða króna.