Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og fjölskylda hafa orðið með auðugust Íslendinganna í gegnum uppbyggingu Samherja.

Árið 2020 afhentu aðaleigendur Samherja börnum sínum hluti í Samherja hf. en héldu eftir hlut í systurfélaginu Samherja Holding sem hélt m.a. utan um stærstan hluta erlendrar starfsemi félagsins og kjölfestuhlut í Eimskip.

Þorsteinn Már og Helga S. Guðmundsdóttir, fyrrverandi eiginkona hans, fóru þá með um 45% hlut sem þau afhentu börnum sínum, Baldvini og Kötlu, gegn seljendaláni.

Í lok síðasta árs var svo greint frá því að félag í meirihlutaeigu Baldvins Þorsteinssonar hefði keypt félagið Alda Seafood í Hollandi sem haldið hefur utan um megnið af erlendri starfsemi Samherja.

Fjallað er um 50 ríkustu Íslendingana í tímariti Frjálsrar verslunar sem kemur út á morgun. Hægt er að kaupa eintak af blaðinu eða gerast áskrifandi hér.