Sigurður Gísli og Jón Pálmasynir hafa lengi verið áberandi í íslensku viðskiptalífi. Þeir koma úr hinni svokallaðri Hagkaupsfjölskyldu, eru synir Pálma Jónssonar stofnanda Hagkaups.

Samkvæmt nýútkominni úttekt Frjálsrar verslunar á ríkustu Íslendingunum er auður bræðranna sameignlega metinn á um 45 milljarða króna.

Bræðurnir eiga og reka sjö verslanir og þjónustumiðstöðvar IKEA á Íslandi og í Eystrasaltsríkjunum í gegnum Eignarhaldsfélagið Hof. Það var einmitt Pálmi Jónsson sem stóð að opnun fyrstu IKEA verslunarinnar hér á landi á níunda áratugnum.

Eiga þeir hvor um sig 50% hlut í Hofi í gegnum félög sín Dexter fjárfestingar og Fari. Þeir opnuðu fyrir tveimur árum fyrstu IKEA verslunina í Eistlandi en rekstur IKEA verslana skilaði víða methagnaði í heimsfaraldrinum.

Áskrifendur geta lesið um 50 ríkustu Íslendingana í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar og þá er hægt að kaupa tölublaðið hér.

Fjallað er um ríkustu Íslendingana í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar.