Slippurinn á Akureyri er stærsta skipasmíðastöð landsins. Félagið velti 2,6 milljörðum króna árið 2021, hagnaðurinn nam 116 m.kr. samanborið við 154 m.kr. tap árið áður. Þetta kemur fram í bókinni 300 stærstu, sem kom nýlega út og hægt er að kaupa hér. Áskrifendur geta nálgast efnið úr bókinni hér.

Nýsmíði á skipum hefur nánast lagst af á Íslandi og því sinna mörg þessara fyrirtækja öðru. Fyrir utan hefðbundin verkefni þá setur fyrirtækið vinnslubúnað í skip og frystihús og þjónustar fiskeldisfyrirtæki, stóriðju, virkjanir og verksmiðjur. Samherji á 70% hlut í félaginu í gegnum Ice Tech ehf.

Næststærst er Stálsmiðjan – Framtak sem rekur slippinn í Reykjavíkurhöfn og vélsmiðju í Garðabæ. Félagið starfar einnig fyrir orkuver og áliðnað sem er vaxandi þáttur í starfseminni.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði