Í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar er ítarlega fjallað um viðskipti Íslands við Sovétríkin á árunum 1953 til 1991.

Fyrstu formlegu viðskiptatengsl Íslands og Sovétríkjanna voru undirrituð af sendifulltrúa Danmerkur í Moskvu 25. maí 1927. Þetta samkomulag hafði litla þýðingu og voru viðskipti ríkjanna fyrir Seinni heimsstyrjöldina smávægileg.

Eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar hafði íslenska ríkisstjórnin frumkvæði að því að koma á beinum viðskiptum við Sovétríkin en í maí 1946 tókust svo samningar við sovésk ríkisfyrirtæki um sölu á freðfiski, saltsíld og lýsi en í staðinn keyptu Íslendingar timbur, kol og sement. Sambærilegur samningur var gerður árið eftir. Árið 1946 nam útflutningurinn 19,8% af heildarútflutningi Íslendinga og árið 1947 var hann 18,7%. Sovétríkin voru næst stærsta viðskiptaþjóð Íslands á eftir Bretum en bæði árin nam útflutningurinn þangað um 35%.

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tímariti Frjálsrar verslunarsem kom út í síðasta mánuði. Hægt er að gerast áskrifandi hér.